Orrahríð |
|
Vefleiðari Þorgeirs Ragnarssonar Önni Una Mjási Píanus Bjargmennið Útnesjamaður Baddy Inga Huld Hjölli Zolla Zschwverrchen
Archives
|
10.26.2004
Utanlandsferð Skrapp um daginn í vikuferð til Miami á Flórída. Það var ágætt en ég ætla að vera stuttorður: Skoðaði alligatora fenjunum í Everglades þjóðgarðinum (og einn einasta krókódíl), sá dauða þvottabirni og villisvín á þjóðveginum (I-95), fór tvisvar á ströndina og brann á bakinu, nokkrum sinnum út að borða og kíkti að lokum aðeins á djammið þarna. Niðurstaða: Þetta var mjög gaman en Bandaríkin (Flórída ætti ég kannski að segja, æ, ég er fordómafullur) eru dálítið skrýtin að ýmsu leyti, t.d virðist helsta útlitseinkenni þeirra vera yfirþyrmandi fjöldi auglýsingaskilta og raflína. |