Orrahríð

Vefleiðari Þorgeirs Ragnarssonar

Önni
Una
Mjási
Píanus
Bjargmennið
Útnesjamaður
Baddy
Inga Huld
Hjölli
Zolla
Zschwverrchen

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
8.11.2004
 
Veiði

Skellti mér í veiði um síðustu helgi. Skilyrði voru ekki með besta móti en þó voru 5 spegilfagrir sjóbirtingar dregnir á land af undirrituðum, sem má heita skítsæmilegt.

Veðurblíða og kílóverð á ýsu

Magnaður hiti á landinu þessa dagana. Bróðir minn tjáði mér fyrir skömmu, en hann er við veiðar í Grímsá og Hvítá, að þar sem of heitt hafi verið til veiða (fiskurinn verður slappur í hitanum fyrir þá sem ekki þekkja til) hefði hann sjálfur stungið sér til sunds í Grímsánni. Já það er heitt á Íslandi þegar hægt er að synda þar í ferskvatni. Verðið á ýsu hefur einnig lækkað verulega. Þessir þættir bæta mjög lífsskilyrðin fyrir Homo sapiens á Fróni. En eins og venjulega ber að varast að gera ráð fyrir að breytingin sé varanleg.