Orrahríð

Vefleiðari Þorgeirs Ragnarssonar

Önni
Una
Mjási
Píanus
Bjargmennið
Útnesjamaður
Baddy
Inga Huld
Hjölli
Zolla
Zschwverrchen

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
10.26.2004
 
Utanlandsferð

Skrapp um daginn í vikuferð til Miami á Flórída. Það var ágætt en ég ætla að vera stuttorður: Skoðaði alligatora fenjunum í Everglades þjóðgarðinum (og einn einasta krókódíl), sá dauða þvottabirni og villisvín á þjóðveginum (I-95), fór tvisvar á ströndina og brann á bakinu, nokkrum sinnum út að borða og kíkti að lokum aðeins á djammið þarna. Niðurstaða: Þetta var mjög gaman en Bandaríkin (Flórída ætti ég kannski að segja, æ, ég er fordómafullur) eru dálítið skrýtin að ýmsu leyti, t.d virðist helsta útlitseinkenni þeirra vera yfirþyrmandi fjöldi auglýsingaskilta og raflína.


9.23.2004
 
Blogg

Bloggheimar virðast vera að hníga að velli. Hjölli einn er enn fullvígur en aðrir eru særðir eða fallnir.


9.08.2004
 
Hæg andlát

Blogg flest virðast að bana komin um þessar stundir. Hverju skyldi þetta sæta?


9.01.2004
 
Dáfríður Grímsson Grís

Forsetafrúin fer í taugarnar á mér þessa dagana. Í síðustu viku birtust af henni ljósmyndir í DV (því virðulega riti! Ekki var samt ástæða til þessa að efast um að myndirnar væru ófalsaðar). Þetta var meðan heimsókn Clinton hjónanna stóð yfir og voru myndirnar af því þegar Dorrit ræddi við Hillary. D var í stuttum kjól. Þar sem Bessastaðir eru rokrass flaksaðist kjóllinn allur upp um forseta"frúna". Ekki var hægt að greina hjá henni neina tilburði til þess að koma í veg fyrir að bxinxbxxir fótleggirnir afhjúpuðust. Manneskjan gerir sér ekki nokkra grein fyrir því hvernig ber að hegða sér þegar komið er fram fyrir hönd lands og þjóðar opinberlega. Einhverjir Monnró taktar eiga ekki við og D hefur heldur ekki burði fyrir slíkt. Í gær fór hún svo í Álverið í skoðunarferð og þar tóku fréttamenn viðtal við hana sem sýnt var í sjónvarpinu, ætla ég ekki að fjölyrða um þá hörmung hér.


8.18.2004
 
Hroki, heimska eða hvorttveggja?

Fyrirtæki nokkurt hér á landi gerir mikið af því að birta auglýsingar sínar í fjölmiðlum eins og önnur fyrirtæki. Ekki er það raunar ámælisvert í sjálfu sér en þó geta auglýsingarnar tekið á sig undarlega mynd. Ýmsar auglýsingar fyrirtækisins hafa um allnokkra hríð endað á sömu orðunum. Þau eru: "VISA - um alla framtíð". Er ég bara furðufugl að finnast þetta óeðlilegt. Næsta auglýsing endar þá líklega á eftirfarandi: "VISA - að eilífu, amen". Þegar fyrirtækið verður komið í yfirþyrmandi einokunaraðstöðu einhversstaðar frammí hinni fyrrnefndu eilífð: "VISA - miskunna þú oss!". Nóg af þessu í bili.


 
Kvikmynd

Ég lagði leið mína í kvikmyndahús í fyrradag. Ég sá þar ræmuna "The Village" (mig minnir allavega að hún heiti það). Þetta var skemmtileg mynd. Það sannaðist í henni sem ég vissi þó fyrir að til þess að byggja upp spennu eða ótta hjá áhorfendum þarf alls ekki (og á raunar alls ekki) að sýna mikið af hinu skelfilega, bara gefa vísbendingar um það. Og svo er nú það. O seisei.


8.11.2004
 
Veiði

Skellti mér í veiði um síðustu helgi. Skilyrði voru ekki með besta móti en þó voru 5 spegilfagrir sjóbirtingar dregnir á land af undirrituðum, sem má heita skítsæmilegt.

Veðurblíða og kílóverð á ýsu

Magnaður hiti á landinu þessa dagana. Bróðir minn tjáði mér fyrir skömmu, en hann er við veiðar í Grímsá og Hvítá, að þar sem of heitt hafi verið til veiða (fiskurinn verður slappur í hitanum fyrir þá sem ekki þekkja til) hefði hann sjálfur stungið sér til sunds í Grímsánni. Já það er heitt á Íslandi þegar hægt er að synda þar í ferskvatni. Verðið á ýsu hefur einnig lækkað verulega. Þessir þættir bæta mjög lífsskilyrðin fyrir Homo sapiens á Fróni. En eins og venjulega ber að varast að gera ráð fyrir að breytingin sé varanleg.


7.31.2004
 
Ríkið

Launaseðillinn minn er með anorexíu. Hann mátti ekki við miklum skakkaföllum en þennan mánuðinn bættist við frádráttarliður sem kallast Opinber gjöld. Þetta hefur raunar komið fyrir mig áður en kemur mér samt alltaf jafnmikið úr jafnvægi. Ég er sótillur.